top of page

Velkominn

Þarftu hjálp við að lifa með krabbameini eða öðrum langtíma veikindum? 

Einstaklingar, fjölskyldur, vinnuveitendur og umönnunaraðilar standa frammi fyrir mörgum mikilvægum spurningum og ákvörðunum um umönnun þeirra og hvernig eigi að haga endurkomu til vinnu og jafnvel hversdagslegra athafna. Við getum hjálpað og höfum kennt fjölda einstaklinga aðferðir er varða orkusparnað og hvernig hægt er að lifa með ólæknandi sjúkdóm.

Farvegur í gegnum langvarandi veikindi
-Endurhlaða, endurheimta, endurnýja: Leiðandi nálgun iðjuþjálfunar

Við skiljum hvernig það er að lifa með langvinnan sjúkdóm... við erum hér til að hjálpa.
Hjá Nordic Trailblazers erum við staðráðin í að stuðla að vellíðan einstaklinga sem búa við langvinna sjúkdóma og krabbamein, auk þess em við erum leiðandi í því fá vinnuveitendur til að styðja við bakið á langveikum einstaklingum sem ástunda vinnu, þannig að eftir stendur heilbrigðara og afkastameira vinnuafl. Það er engin einhlít lausn til að stjórna heilsu starfsmanna og spurningin sem við viljum spyrja vinnuveitendur er:

Stuðningur við starfsmenn er búa við langvarandi veikindi

Er stofnunin þín undirbúin fyrir hækkandi kostnað við heilbrigðisþjónustu?

Langvinnir sjúkdómar eru allt að 1/3 af öllum veikindaforföllum á vinnustað
87% stjórnenda hafa ekki fengið neina þjálfun í að styðja við starfsmenn sem búa við langvarandi veikindi.
Aðeins 35% stjórnenda segja að vinnustaðurinn  þeirra sé með starfsmannastefnu eða vinnuverndarstefnu

Sönnunargögn segja okkur það

Rannsóknir sýna að hreyfing, næring og samfélagstengdar meðferðarlausnir hjálpa einstaklingum að ná sér hraðar og eru skilvirkari eftir langvarandi veikindi
(Advanced Exercise Prescription for Cancer Patients and application its in Germany, Schumann o.fl. (2020))

Geðheilsa 

Um það bil 30% krabbameinssjúklinga upplifa geðræn vandamál eins og kvíða og þunglyndi. Að hafa tilfinningalegt stuðningskerfi er mikilvægt til að hjálpa þeim sem eru að jafna sig eftir krabbamein eða aðra langvarandi heilsufarsbresti.

Hvernig við erum staðráðin í að hjálpa

Við höfum þróað vikulangt meðferðarnámskeið er byggir á langtíma veikinda- og krabbameinsendurhæfingaráætlun sem veitir persónulega einstaklingsþjálfun sem er sérsniðin að hverjum einstaklingi sem vill vera virkur í starfi og daglegu lífi.

Skipuleggjandi og aðalmeðferðaraðili


Kristin er iðjuþjálfi, löggiltur og viðurkenndur markþjálfi og lýðheilsusérfræðingur með ástríðu fyrir að styðja við fólk sem áhuga hefur á að þróa hjá sér lífsbreytandi lífsstíl í átt að bættri heilsu. Með yfir tuttugu ára reynslu á þessu sviði sérhæfir hún sig í að veita stuðning og fræðslu með áherslu á heilsu og almenna vellíðan, því að lifa með langvarandi sjúkdóma,  batakulnun, að byggja upp seiglu og vinna með forvarnir. Sérþekking hennar felst meðal annars í því að leiðbeina um daglegar athafnir og aðstoða einstaklinga í jafnvægi milli vinnu og einkalífs. Hún er staðráðin í að aðstoða fólk við að skapa jákvæðar breytingar og ná persónulegum markmiðum sínum. Kristin hefur brennandi áhuga á að hjálpa fólki að bæta líf sitt. Kristin var yfiriðjuþjálfi á Landspítala háskólasjúkrahúsi þar sem hún lfékk sérhæfingu í meðferðarúrræðum langtímasjúkdóma eins og krabbameinsendurhæfingu og MND.
Kristin er með starfsréttindi og vottun frá Iðjuþjálfafélagi Íslands og Danmerkur, Landlæknisembættinu í báðum löndum.
Kristin er einnig leiðandi ráðgjafarsérfræðingur Kara Connect, þar sem hún tengir starfsmenn við sálfræðinga, fagfólk í endurhæfingu, ráðgjafa og meðferðaraðila. Kara Connect veitir fyrirtækjum aðgengi að Velferðartorgum sem gera starfsmönnum kleift að fá aðgang að þjónustu sem er sérsniðin að þörfum hvers og og styður við bætta starfsmannaheilsu.


Kristin vinnur eingöngu með viðurkenndu og hæfu fagfólki sem styður við sýn og hugsjónir hennar.

 


Dagskráin


Í ár fer dagskráin fram í Tatra-fjöllum Póllands og í og við Krakow. Áherslan verður á viðbragðskerfið og að takast á við lífs- og tilfinningabreytingar, virkt líf, næringu, þreytu, hreyfingu og göngu- og spjallmeðferð.
Flestir viðskiptavina okkar eru fólk sem býr við langvinna sjúkdóma eins og krabbamein.

 


Næring


Næringarríkar máltíðaráætlanir eru hannaðar af sérþjálfuðum næringarfræðingum okkar til að stuðla að betri stjórnun og bata frá meðferðartengdum einkennum

 


Æfingar


Sérstakir heilsuþjálfarar útvega sérsniðnar hreyfiáætlanir til að draga úr langvarandi veikindum og krabbameinstengdri þreytu, draga úr kvíða og þunglyndi og bæta lífsgæði

 


Geðheilsu búst


Hver þátttakandi í áætluninni mun hafa aðgang að hæfum meðferðarsérfræðingum okkar sem undir forystu reyndra meðferðaraðila og kennara, vottast að hafa veitt yfir 30.000 klukkustundir af gagnreyndri meðferð.
Stuðningsþjónusta okkar fyrir geðheilbrigði er einnig í boði fyrir umönnunaraðila. Samþykkja þarf ákvæði þessa sem viðbót við grunnpakkann.

Markmiðsyfirlýsing okkar er


Markmið okkar er að bæta lífsgæði fólks sem er að jafna sig eftir langvinna veikindi og styrkja sjálfbæra endurkomu til vinnu.

 

Heyrðu í okkur!

Til að læra meira um komandi viðburði okkar

  • Facebook
  • Twitter
  • LinkedIn
  • Instagram

Takk fyrir að senda inn!

bottom of page