Valdeflandi Velferðarsetur
1
Menntun
Með fræðsluferðum okkar leitumst við að því að bjóða upp á hagnýta og sjálfbæra þekkingu sem hægt er að nýta á mikilvægum sviðum heildrænnar vellíðan, svo sem næringu, sálfræði, svefn, streitustjórnun, hamingju og fleira. Með þessu vonumst við til að gefa fólki verkfæri til að setja inn í eigin lífsstíl.
2
Valdefling
Í Velferðarferðum okkar hjálpum við þér að auka sjálfstraustið og skapa rétta viðhorfið svo þú getir lifað innihaldsríkara lífi með aukinni orku, minna álagi og gleði. Í ferðum okkar, sem fram fara í fallegu nærandi umhverfi, styrkjum við þig til að ná markmiðum þínum. Markmiðið er að endurhlaða og slaka á og tengja aftur við þitt innra sjálf.
3
Varanleg breyting
Við notum aðferðir markþjálfunar til að hjálpa þér á ferðalagi þínu við að ná bættri heilsu og aukinni vellíðan. Við skiljum að það getur verið erfitt að gera varanlegar lífsstílsbreytingar og að það er ekki nóg að vita hvað á að gera. Þess vegna beitum við klæðskerasniðinni, persónulegri nálgun á vellíðan og erum hér til að vera leiðarvísir þinn og stuðningur þegar þú gerir breytingarnar.
Hver við erum
Nordic Trailblazers (Norrænir Forsprakkar) er nýsköpunarfyrirtæki í eigu íslendinga og er staðsett á Unesco vottaða lífrikinu á eyjunni Møn í Danmörku. Við bjóðum upp á valdeflandi vellíðunarferðir, fræðslu og ráðgjöf bæði á Mön sem og í öðrum löndum. Að taka þátt í viðburðum á Mön, er einstakt tækifæri til að kanna töfra eyjunnar og fá innsýn í menningu og náttúrulegt umhverfi eyjaskeggja sem flestir hafa einstaka lífssýn og þar sem hjartað slær í hægagangi og í takt við hafið.
Ferðir Nordic Trailblazers eru hannaðar til að hjálpa þátttakendum að kanna sitt innra sjálf, öðlast yfirsýn og skýrleika og finna frið og jafnvægi. Ferðirnar sameina stórkostlega náttúru og útivist auk núvitundaræfinga. Í ferðunum munu þátttakendur hafa tækifæri til að tengjast eigin innri visku, læra um gildi þeirra og kanna dýpt tilfinningalegrar líðan.
Fyrirtækið býður einnig upp á fræðslu- og ráðgjöf í fjarþjónustu í gegnum Kara Connect. Ráðgjafatímarnir eru sniðnir að þörfum einstaklingsins og leggja áherslu á að þróa sjálfsvitund og tilfinningagreind. Á þessum fundum gefst þátttakendum tækifæri til að öðlast innsýn í eigin hugsanir, tilfinningar og hegðun og rækta með sér dýpri skilning á sjálfum sér.
Hjá Nordic Trailblazers er markmiðið að hjálpa þátttakendum að nýta möguleika sína til fulls og þróa sterka tilfinningu um sjálfstraust og seiglu. Með þeirri einstöku samsetningu okkar af vellíðunarferðum, fræðslu og ráðgjöf, er Nordic Trailblazers staðráðið í að hjálpa einstaklingum að skapa varanlegar jákvæðar breytingar á lífi sínu.
"Líf okkar er það sem hugsanir okkar gera það að"
Marcus Aurelius
We are Fluid Members
The Association for Flexible Education in Denmark, FLUID, is a membership organization for private and public companies, institutions and organizations as well as others that work with flexible and digital learning and teaching methods.
We use Kara Connect
We use Kara Connect a safe and secure GDPR-compliant platform. Kara connects clients with virtual professionals in healthcare, education and beyond. For clients, Kara is a place for secure and friendly video conferencing.
We interact with EE
Explain Everything is an interactive whiteboard for hybrid learning, in-class teaching, recording video presentations and explainer videos, sketching, taking notes, live casting, and conducting a virtual classroom.